Árshátíð Engidalsskóla verður haldin dagana 10. og 11. apríl næstkomandi. Yngsta stigið mun flytja verk úr Grímsævintýrum 10. apríl og miðstigið Ávaxtakörfuna 11. apríl. Þetta eru miklir hátíðisdagar í skólanum og nemendur og starfsmenn eru búnir að leggja mikla vinnu í undirbúning. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Þetta eru skertir dagar og lýkur skóla kl. 12 þessa daga en frístund opnar á sama tíma fyrir þau börn sem þar eiga að vera. Deila Tísta