Foreldrafélag

Foreldrar

Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag Engidalsskóla byggist á skipulögðu starfi foreldra og forráðamanna nemenda í hverjum bekk.

Stjórn Foreldrafélags Engidalsskóla

Stjórn foreldrafélagsins skipa 7 manns. Netfang félagsins er [email protected]. Tveir fulltrúar foreldra eru kosnir í skólaráð á aðalfundi foreldrafélagsins.

Stjórn 2023–2024

Bekkur Nafn Hlutverk
1. bekkur Bertha María Jónsdóttir -
2. bekkur Bryndís Sigríksdóttir -
3. bekkur Erla Guðrún Sigurðardóttir Formaður
4. bekkur Helgi Þór Arason -
5. bekkur Linda Björk Sumarliðadóttir -
6. bekkur Rósa Siemsen -
7. bekkur Unnur María Jónsdóttir -

Lög

 • 1. grein

  Félagið heitir foreldrafélag Engidalsskóla. Félagar teljast allir forráðamenn skólans.

 • 2. grein

  Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að bekkjarfulltrúar séu kosnir af foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í upphafi skólaárs.

 • 3. grein

  Tilgangi sínum hyggst félagið ná meðal annars með því að:

   1. Skipuleggja og halda utan um starf bekkjarfulltrúa í hverjum bekk.
   2. Koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál.
   3. Kjósa fulltrúa í skólaráð samkvæmt reglum félagsins.
   4. Standa að upplýsingamiðlun til foreldra.
   5. Veita skólayfirvöldum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði sem bestar.
   6. Styðja og efla hverja þá starfsemi sem stuðlar að auknum þroska og menningu skólans.
   7. Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög, Foreldraráð Hafnarfjarðar og landssamtök foreldra.
 • 4. grein

  Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi þess til árs í senn, nýir stjórnarmeðlimir séu kosnir á aðalfundi að jafnaði til 2 ára í senn. Stjórn félagsins skipa 7 foreldrar eða forsjáraðilar, æskilegt er að þar af sé einn sem einnig er fulltrúi í skólaráði. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Auk formanns skal stjórnin skipuð varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Aldrei skulu fleiri en 4 ganga úr stjórn í einu.

 • 5. grein

  Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að bekkjarfulltrúar séu kosnir af foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í upphafi skólaárs.

 • 6. grein

  Aðalfundur skal haldinn að hausti ár hvert. Stjórn boðar til fundarins í samstarfi við fulltrúa foreldra í skólaráðinu með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Í fundarboði skal kynna efni fundarins: Verkefni aðalfundar:

   1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   2. Skýrsla stjórnar.
   3. Skýrslur nefnda.
   4. Lagabreytingar.
   5. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
   6. Ákvörðun framlags félaga til félagsins.
   7. Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna.
   8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
   9. Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði.
   10. Kosning fulltrúa í skólaráð samkvæmt starfsreglum félagsins.
   11. Önnur mál.
 • 7. grein

  Stjórn félagsins getur skipað nefndir um afmörkuð verkefni. Stjórnin ber ábyrgð á störfum nefndar og setur þeim erindisbréf.

 • 8. grein

  Formaður boðar stjórnarfundi og almenna fundi í félaginu með að minnsta kosti 3 daga fyrirvara og aðalfund svo sem fyrir er mælt í 6. gr. Fundur telst löglegur, ef löglega er til hans boðað. Heimilt er þó að boða stjórnarfund með minni fyrirvara en áður er sagt ef brýna nauðsyn ber til. Meirihluti stjórnar þarf þá að samþykkja lögmæti fundarins í upphafi hans til þess að hann teljist löglegur. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á fundum félagsins. Stjórnarfundi skal halda minnst fjórum sinnum á ári, þar af tvisvar fyrir jól.

 • 9. grein

  Við Engidalsskóla starfar skólaráð í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 91/2008. Foreldrafélag Víðistaðaskóla velur 2 fulltrúa til setu í skólaráði á aðalfundi foreldrafélagsins.

 • 10. grein

  grein. Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að óska eftir því að foreldrar greiði framlag til félagsins. Þetta framlag er innheimt árlega og er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið er valfrjálst.

 • 11. grein

  Ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta á stjórnarfundi og renna þá eignir þess til skólans.

 • 12. grein

  grein. Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi, enda sé lagabreytinga getið í fundarboði.