Foreldrasamstarf

Foreldrar

Góð samskipti milli heimilis og skóla eru lykilatriði þegar kemur að námi og því sem fer fram í skólanum. Áhugi foreldra á náminu og skólastarfinu í heild er hvatning fyrir alla aðila, nemendur, kennara og foreldra.

Samstarf heimila og skóla er virkt alla daga skólaársins á ýmsan máta en fjórum sinnum á ári er sérstakur dagur ætlaður í foreldrasamráð, sjá skóladagatal. Þá mæta foreldrar með sínu barni til viðtals við umsjónarkennara. Hægt er að óska eftir viðtali við aðra kennara sem kenna barninu.

Samstarf foreldra og skóla

  • Á hverju hausti eru kynningarfundir fyrir foreldra um nám og kennslu vetrarins strax á eftir skólasetningu. Verið er að innleiða líðanfundi samhliða þeim.
  • Foreldrasamráð fjórum sinnum á ári.
  • Skólaráð fundar að 4–6 sinnum að vetri.
  • Foreldrafélagið fundar reglulega allt skólaárið.
  • Póstur er sendur heim vikulega um skólastarfið ásamt upplýsingum um skólasókn nemenda.
  • Fréttabréf send heim mánaðarlega þar sem greint er frá skólastarfinu auk ýmis konar fróðleiks og fræðslu.
  • Foreldrum boðið á uppákomur sem nemendur sjá um, eins og samveru og árshátíð.