Okkur er mjög í mun að veita sem bestar upplýsingar um skólastarfið. Í haust var tekin í notkun ný heimasíða með miklu af allskyns upplýsingum, vikulega berast heim föstudagsfréttir frá umsjónakennurum og nú síðast opnuðum við bæði facebook og Instagram reikninga fyrir skólann og hvetjum við ykkur til að fylgja okkur þar. Þar koma stuttar glefsur af starfinu svona dag frá degi, sagt frá heimsóknum sem við fáum og hvað er í matinn svo eitthvað sé nefnt. Um þá miðla ríkja strangar reglur sem við höfum sett og eru í takt við lög um persónuvernd og þær reglur sem Hafnarfjarðarbær hefur sett varðandi myndbirtingar af börnum. Við höfum nær eingöngu verið að birta svokallað story (e. sögu) sem lifir þá í 24 klukkustundir. Við vonum að þessi nýjung gefi ykkur enn meiri innsýn í störf okkar hér í skólanum. Deila Tísta