Foreldrafélagið í samstarfi við skólann býður til síðdegisfundar með Heimili og skóla miðvikudaginn 15. janúar kl. 17:30.
Sigurjón frá Heimili og skóla mun koma og fræða okkur um foreldrasamstarf og mikilvægi þess og munu svo foreldrar fara í stuttar vinnustofur þar sem gerður verður farsældarsáttmáli í hverjum bekk í því skyni að forma samstarf sín á milli og styrkja foreldrastarfið.
Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps auk þess sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins.
Teljum við mikilvægt að allir nemendur hafi sinn fulltrúa á fundinum og hvetjum við ykkur því til að taka frá daginn í þessa mikilvægu vinnu, okkur foreldrum og börnunum okkar til heilla.
Áætlað er að fundurinn sé um 1,5 klst.
Léttar veitingar í boði.
Hér má finna slóð á viðburðinn.