Mikið var um tónlist í skólanum okkar í dag.

Dagurinn byrjaði á samveru hjá 1. – 4. bekk, þar sem nemendur sungu jólalög. Eftir frímínútur kl: 10:00 komu allir nemendur skólans á sal og sungu lagið Húsið og ég. Síðan stigu á svið nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og voru með tónleika. Alveg einstaklega skemmtilegur dagur.