Föstudaginn 24. október er Kvennafrídagurinn, dagur þar sem konur og kvár um allt land eru hvött til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu til að minna á mikilvægi jafnréttis og virðingar í samfélaginu.

Vegna þessa mun starfsemi leikskóla og frístundarheimila mögulega raskast hér hjá okkur í Hafnarfirði, að hluta til eða að öllu leyti, þennan dag. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá sínum grunnskóla eða frístundaheimili, þar sem upplýsingar um opnunartíma og skipulag verða sendar sérstaklega.

Við hvetjum fjölskyldur til að nýta daginn til að ræða saman um jafnrétti, þátttöku og virðingu og minna börnin á að konur, karlar og kvár hafa öll mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu.

 

Þökkum ykkur fyrir skilning og samstarf  

Mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar