Fyrir tveimur árum breyttum við í Engidalsskóla hefðbundnum haustfundum með foreldrum/forsjáraðilum og settum áhersluna á líðan nemenda og það hvernig við öll sem að þeim komum getum haldið betur utan um þau saman. Þetta er því þriðja haustið sem við boðum til líðanfunda í hverjum árgangi. Við byrjum fundina stutt á sal og förum svo í bekkjarstofur þar sem foreldrar geta borið saman bækur og rætt saman um sín börn. Í fyrra var bætt við farsældarsáttmála sem kemur frá Heimili og skóla og er uppfærsla af gömlu foreldrasáttmálum Heimilis og skóla ef einhverjir kannast við þá. Það er ósk frá stjórn foreldrafélagsins að við gefum okkur tíma í lok fundarins og gerum sáttmála í hverjum árgangi. Rannsóknir sína að þar sem foreldrar standa þétt saman vegnar börnum betur. Hér fyrir neðan er slóð á heimasíðu Heimilis og skóla en þar er meðal annars hægt að lesa sér til um farsældarsáttmálann á nokkrum tungumálum. Ýmiss konar fræðsluefni, það þarf aðeins að fletta niður til að finna efnið um farsældarsáttmálana: https://sites.google.com/view/heimiliogskli/fr%C3%A6%C3%B0sluefni Fundartímar Þriðjudagurinn 7. október kl. 17:30 3. bekkur og 4. bekkur Þriðjudagurinn 7. október kl. 19:30 1. bekkur og 2. bekkur Fimmtudagurinn 9. október kl. 17:30 5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur Það er mikilvægt að allir nemendur eigi fulltrúa á fundinum og því óskum við eftir skráningu. Deila Tísta