Í Engidalsskóla eru nemendur hvattir til sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu, að sýna frumkvæði og beita gagnrýnni hugsun. Í skólanum eru viðhafðir fjölbreyttir kennsluhættir, sjálfstæð vinna, samvinna, innlagnir, upplýsingaöflun, framsýni í upplýsinga- og tæknimennt sem tæki til náms Nemendur eru hvattir til sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu, að sýna frumkvæði og beita gagnrýnni hugsun. Í skólanum er kennt með fjölbreyttum hætti, stuðst við samvinnu og stefnt er að nýtingu nýjustu tækni á hverjum tíma í kennslunni, svo sem Google Classroom og spegluð kennsla. Engidalsskóli leggur áherslu á að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfismenntar og móti sér lífsstíl í anda hennar. Nýttar eru ýmsar aðferðir til þekkingaröflunar, má þar nefna útikennslu, umhverfisfræðslu og upplýsinga- og tæknimennt. Nemendur kynnast sínu nánasta umhverfi, læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og þroska með sér alþjóðavitund um umhverfismál. Í Engidalsskóla er metnaður lagður í list- og verkgreinar sem eru kenndar í smiðjum. Að auki fá nemendur kennslu í tónmennt og syngja vikulega saman í samsöng. Nemendur læra framsögn og taka þátt í Litlu og stóru upplestrarkeppninni. Þeir koma reglulega fram á sal skólans með skemmtanir þar sem foreldrum og öðrum skólafélögum er boðið. Menntastefna skólans Nemendur verði víðsýnir, sýni frumkvæði og geti beitt gagnrýnni hugsun. Nemendur læri að beita rökhugsun. Nemendur öðlist færi í læsi og námsvitund. Nemendur verði meðvitaðri um sjálfan sig, markmið sín og styrki sjálfsmynd sína. Nemendur kynnist sköpun, tónlist og leiklist. Nemendur verði meðvitaðir um umhverfisvitund og tengsl við náttúruna og nánasta umhverfi og öðlist skilning á sjálfbærri þróun. Meginmarkmið skólastarfs Að nemendur öðlist færni í læsi og námsvitund (Lestur er lífsins leikur). Að nemendur verði meðvitaðir um umhverfisvitund og tengsl við náttúruna og sitt nánasta umhverfi (Grænfánaverkefni). Að nemendur kynnist skapandi skólastarfi (sífellt er leitað nýrra leiða í námi, samvera á sal og skapandi smiðjur). Sjá meira um heimanám