Bókasafn

Nám og kennsla

Skólabókasafnið er lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fjölbreytt úrval af bókum til yndislestrar auk náms- og kennslugagna.

Fjölbreyttir safnkostir

Á bókasafninu eru tímarit, myndefni og spil fyrir nemendur til að njóta. Einnig eru tölvur sem nemendur hafa aðgang að fyrir verkefnavinnu. Gagnaskrá bókasafnsins er í Leiti, sameiginlegu bókasafnskerfi fyrir landið allt. Þar er hægt að skoða hvað bókasafnið hefur upp á að bjóða.

Bókasafnið tekur þátt í ýmsum lestrarhvetjandi verkefnum og stendur fyrir höfunda- og bókakynningum yfir veturinn. Við alla verkefna- og hópvinnu leitast bókasafnsfræðingur við að eiga gott samstarf við umsjónar- og tölvukennara skólans.

Bókasafnið er opið alla virka daga frá 8:10–14:00. Safnstjóri safnsins er Elísabet Ólöf Björgvinsdóttir.