Skólasetning

Skólasetning Engidalsskóla verður 23. ágúst næst komandi.

Nemendur mæta þá til samtals við umsjónakennara sína með foreldrum/forsjáraðilum. Mikilvægt er að undirbúa sig fyrir fundinn og vera búinn að velta því fyrir sér hvað nemendur vilja fá út úr skólaárinu, setja sér markmið. Í framhaldi er gott að hugsa hvað þarf nemandinn sjálfur að gera til að ná markmiðum sínum og hverning getur skólinn og foreldrar/forsjáraðilar stutt nemandann svo hann nái settum markmiðum. Markmiðin geta bæði verið námsleg og félagsleg.

Ekki er um eiginlega skólasetningu á sal heldur sendir skólastjóri rafræna kveðju til forelda og nemenda þennan dag.