Mat á skólastarfi

Skólinn

Innra mat

Innra mat skóla stendur fyrir þá matsstarfsemi sem gerist innan skólanna sjálfra og meðal þeirra sem þar starfa og hafa hagsmuna að gæta (foreldra, nemenda og starfsfólks) og er á ábyrgð skólastjórnenda.

Í lögunum segir:

  1. grein. Innra mat. Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Innra mat Engidalsskóla

Í Engidalsskóla er unnið að margvíslegu innra mati í tengslum við daglegt skólastarf. Þar er stöðugt leitað leiða til að bæta starfsemi með tilliti til náms einstakra nemenda, hópa og skólans í heild með ýmsu móti, til dæmis í teymisvinnu um einstaka nemendur, skólaþróunarverkefnum í einstaka námsgreinum og viðfangsefnum og sérstökum umbótaverkefnum. Það mat snýst allt í senn um árangur, fagleg vinnubrögð og samskiptaþætti í skólastarfinu.

Skólapúlsinn er sérstakt verkfæri sem skólinn notar til að meta árangur út frá viðhorfum foreldra, nemenda og starfsmanna. Í janúar og maí kynnir skólinn niðurstöður úr Skólapúlsinum og vinnur að umbótaverkefnum í kjölfarið, út frá upplýsingum úr Skólapúlsinum og öðrum upplýsingagjöfum sem skólinn nýtir sér,  til dæmis starfsmannasamtölum, rýnihópasamtölum, ýmsum könnunum og fleira. 

Áherslur skólans í innra mati og umbótaverkefni í kjölfar innra mats skólans birtist í mats- og umbótaáætlun skólans sem kynnt í starfsáætlun Engidalsskóla, þar sem jafnframt er að finna innra matsskýrslu skólans fyrir liðið skólaár.

Ytra mat

Hafnarfjarðarbær er aðili að Skólavoginni sem er tengd Skólapúlsinum og hefur þannig yfirsýn yfir niðurstöður hjá skólum bæjarins. Aðili á vegum skólaskrifstofu Hafnarfjarðar hefur umsjón með Skólavoginni, vinnur úr niðurstöðum og kynnir þær fyrir fræðsluráði og gerir opinberar.