Nemendafélag

Skólinn

Nemendafélag

Hlutverk nemendafélags Engidalsskóla (NFES) er að ræða ýmis hagsmunamál nemenda, koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur og skólayfirvöld og stuðla að því að nemendur verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Tilgangur félagsins er að vinna að félags- og hagsmunmálum nemenda skólans á lýðræðislegan hátt. 

Fulltrúar félagsins eru kosnir í byrjun skólaárs. 2 fulltrúar úr hverjum árgangi í 5.–7. bekk, einn strákur og ein stúlka. Nemendur gefa kost á sér og síðan fer fram leynileg kosning í hverjum bekk. Í nemendaráði eru því 6 fulltrúar sem skipast þannig: formaður, varaformaður og 4 meðstjórnendur. Kjörgengir eru nemendur í 5. og 7. bekk. Formaður skal vera úr 7. bekk.

Fulltrúar í stjórn nemendafélagsins bera upp mál til umfjöllunar. Meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendafélagsins.

 

Fulltrúar NFES 2023–2024

Nafn Bekkur
Lilja Björk Tómasdóttir 5. bekkur
Aron Bergsveinsson 5. bekkur
Emil Trausti Davíðsson 6. bekkur
Mattea Líf Kristinsdóttirhea 6. bekkur
Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir 7. bekkur
Óli Hrannar Arnarsson 7. bekkur

Lög NFES

  1. Félagið heitir Nemendafélag Engidalsskóla, skammstafað NFES. Félagar eru nemendur í Engidalsskóla 1.–7. bekk.
  2. Tilgangur félagsins er að vinna að félags- og hagsmunamálum nemenda skólans á lýðræðislegan hátt. Fulltrúar félagsins eru kosnir í byrjun skólaárs. 2 fulltrúar úr hverjum árgangi í 5.–7. bekk, einn strákur og ein stúlka. Nemendur gefa kost á sér og síðan fer fram leynileg kosning í hverjum bekk. Í nemendaráði eru því 6 fulltrúar sem skipast þannig: formaður, varaformaður og 6 meðstjórnendur. Kjörgengir eru nemendur í 5. og 7. bekk. Formaður skal vera úr 7. bekk.
  3. Kosning fer fram á haustönn eða í síðasta lagi 1. október ár hvert.
  4. 4. Formaður og varaformaður í nemendafélaginu eru fulltrúar nemenda í skólaráði.
  5. Deildarstjóri frístundar og skólastjóri bera ábyrgð á starfsemi nemendafélagsins og boða til funda að minnsta kosti þrisvar sinnum á skólaári.
  6.  Endurskoða skal þessi lög á fyrsta fundi NFES í upphafi hvers skólaárs.
  7. Ákvarðanir á fundum eru færðar í fundargerð og birtar á heimasíðu skólans. Hlutverk nemendafélagsins er að ræða ýmis hagsmunamál nemenda, koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur og skólayfirvöld og stuðla að því að nemendur verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi