Nú er svakalegu lestrarkeppninni lokið og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í henni. Við hvetjum alla til að vera áfram dugleg að lesa og munum að æfingin skapar meistarann. Í rauninni er hægt að segja að allir séu sigurvegarar hver á sinn hátt. 1. bekkur byrjaði auðvitað rólega og 7. bekkur var tæpa viku í skólabúðum á þessu tímabili. En úrslitin eru sem hér segir: 1. sæti 2. bekkur með 904 mínútur á nemanda 2. sæti 4. bekkur með 855 mínútur á nemanda 3. sæti 3. bekkur með 828 mínútur á nemanda 4. sæti 5. bekkur með 633 mínútur á nemanda 5. sæti 6. bekkur með 503 mínútur á nemanda 6. sæti 1. bekkur með 313 mínútur á nemanda 7. sæti 7. bekkur með 303 mínútur á nemanda Deila Tísta