Frístundaheimilið Álfakot Frístundaheimilið Álfakot er fyrir börn í 1. til 4. bekk. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi, meðal annars með útiveru, fjölbreyttum leikföngum, spilum, föndurefni og kubbum. Skráning í frístund Foreldrar skrá barnið í frístund á frístundavefnum Völu. Best er að senda inn skráninguna fyrir 15. júní fyrir næsta skólaár, eftir það fara umsóknir á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Skráning gildir í eitt skólaár í senn (ágúst–júní). Sjá nánar um frístund á vef Hafnarfjarðar. Ekki er hægt að tryggja öllum börnum dvöl í frístundaheimili fyrr en tekist hefur að manna stöður skóla- og frístundaliða. Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum. Börn sem þurfa stuðning fá dvöl um leið og búið er að ráða inn stuðningsfulltrúa fyrir viðkomandi barn. Opnunartími Álfakot opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og er opið til 16:30. Þegar frí er í skólanum er frístundaheimilið opið frá klukkan 8:00–16:30, að undanskildu vetrarfríi en þá er lokað i frístundaheimilinu. Þessa daga er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem eiga að mæta. Frístundaakstur Börn í 1.–4. bekk fá fylgd í frístundaakstur sem keyrir þau á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins. Skrá þarf barn sérstaklega í frístundaaksturinn í Völu. Aksturinn er ókeypis og komast öll skráð börn að, líka börn sem eru ekki skráð í frístundaheimili. Sjá nánar um frístundaakstur á vef Hafnarfjarðar.