Föstudaginn 28. febrúar var haldin undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina í Engidalsskóla. Allir stóðu sig með mikilli prýði og var val dómara erfitt. Niðurstaðan varð svo að lokum að Matte Líf Kristinsdóttir og Silvía Helga Magnúsdóttir verða fulltrúar skólans á lokakeppninni 18. mars í Víðistaðarkirkju. Varamaður var valinn Sóley Hjaltadóttir. Deila Tísta